Deiliskipulagsbreyting | Íþrótta- og útivistarsvæði - Frístundamiðstöð
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar eftirfarandi tillögur deiliskipulagsáætlanna.
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 16. febrúar 2022 að auglýsa deiliskipulagsbreytingu á íþrótta- og útivistarsæði Selfoss v. fyrirhugaðrar byggingar frístundamiðstöðvar.
Grunnhugmynd sveitarfélagsins er að búa til aðstöðu og umhverfi til að bæta frístundaþjónustu við íbúa og bjóða upp á enn fjölbreyttari möguleika en standa nú til boða. Með byggingu frístundamiðstöðvar verður til aðstaða fyrir frístundastarf án aðgreiningar, þar sem mismunandi hópar barna og fullorðinna koma saman og veita hvort öðru stuðning og fræðslu.
Deiliskipulagsbreytingin gerir m.a. ráð fyrir að komið verði fyrir byggingarreit undir byggingu nýrrar frístundamiðstöðvar ásamt því að gera grein fyrir aðkomu að henni.
Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.
Tillögurnar eru auglýstar með athugasemdafresti frá 02.03.2022 til og með 13.04.2022. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 13.04.2022.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is
Virðingarfyllst
Anton Kári Halldórsson | skipulagsfulltrúi