Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


20. september 2021

Deiliskipulagsbreyting | Jórvík

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga eftirfarandi deiliskipulagsáætlunar.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 15. september 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Jórvík.

Markmið breytingarinnar er að bæta nýtingu byggingarlands og innviða en minnka vægi bílastæða og umferðar á svæðinu. Tillagan gerir ráð fyrir nýtingarhlutfalli einstakra fjölbýlishúsa verði hækkað og heimilaður verði aukinn fjöldi íbúða á svæðinu. Fjöldi íbúða á svæðinnu mun fjölga úr 144 í 228.

Tillaga að breytingu | Jórvík
Greinagerð og skipulagsskilmálar | Jórvík

Ofangreind deiliskipulagsbreyting liggur frammmi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.

Tillagan er auglýst með athugasemdafresti frá 22.09.2021 til og með 03.11.2021. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 03.11.2021.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is

Anton Kári Halldórsson | skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica