Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


28. júní 2023

Deiliskipulagslýsing | Austurvegur 7-23

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi deiliskipulagslýsing:

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 21. júní 2023, tillögu að skipulagslýsingu lóðanna Austurvegur 7 - 23 á Selfossi í samræmi við 1. mgr. 40 gr, skipulagslaga nr. 123/2010. 

Unnið verður nýtt deiliskipulag fyrir Austurveg 7 - 23, þ.e. þær lóðir sem eru norðan Austurvegar milli Sigtúns og Fargerðis. Hugmyndir eru um nýjar byggingar á hluta lóða. Gert verður ráð fyrir verslunum, og ýmiskonar þjónustu á jarðhæð bygginga og heimilt að vera með íbúðir á efri hæðum. 

Í deiliskipulaginu verða settir skilmálar fyrir allar lóðir, s.s, hvað varðar hæð bygginga hámarks byggingarmagns, aðkomu og bílastæði, vistvænar samgöngur, skuggavarp og gæði byggingar. Deiliskipulagið verður í samræmi við Aðalskipulag Sveitarfélagsins Árborgar 2020 - 2036, en þar er svæðið skilgreint sem miðsvæði M4.

Skipulagsvæðið er um 1,3 ha að stærð. Helstu markmið með deiliskipulaginu eru, stuðla að uppbyggingu og eflingar verslunar- og þjónustu við Austurveg og heimila íbúðir á efri hæðum bygginga, auk þess að setja skilmála um hæð bygginga og byggingarmagn, gæði og yfirbragð byggðarinnar, vistvænar samgöngur og aðlaðandi davalarsvæði sem snúa mót sólu og að götumynd se´aðlaðandi og fólki líði vel með að ganga og hjóla með Austurvegi.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.

Lýsing deiliskipulags er auglýst með athugasemdafresti frá 28. júní til og með 19. júlí 2023. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir og/eða með ábendingar við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum/ábendingum til og með 19. júlí 2023.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda. 

Virðingarfyllst,
Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica