Eyravegur 40 – Deiliskipulag - 2307062
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga deiliskipulags.
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti þann 26.3.2025 tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðir á lóðinni Eyravegur 40 á Selfossi.
Lóðin er 2605 m2 að stærð og er skilgreind í aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036 sem Miðsvæði M6.
Gert er ráð fyrir 3, 4 og 5 hæða stölluðu fjölbýlishúsi á lóð með íbúðum á öllum hæðum ofanjarðar.
Heimild er fyrir kjallara t.d. fyrir bílastæði, geymslur eða önnur stoðrými. Samtals er gert ráð fyrir allt að 34 íbúðum á lóðinni.
- Hávaðagreining - Eyravegur 40
- Skýringaruppdráttur - Eyravegur 40
- Umhverfisskýrsla - Eyravegur 40
- Uppdráttur - Eyravegur 40
Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til auglýsingar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. Að auki er hægt að nálgast tillöguna á www.skipulagsgatt.is
Skipulagstillagan er í auglýsingu frá 3. apríl 2025, til og með 20. maí 2025.
Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67 á Selfossi, eða með tölvupósti á netfangið skipulag@arborg.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 20. maí 2025.
Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.
Virðingarfyllst
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi