Eyravegur 40 | Deiliskipulag lóðar
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi deiliskipulagstillaga:
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti 24. 04. 2024 tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðir á lóðinni Eyravegur 40, á Selfossi.
Lóðin sem er 2605m2 að stærð, er skilgreind í Aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036 sem Miðsvæði, M6.
Gert er ráð fyrir fjölbýlishúsi á lóð með nýtingarhlutfalli allt að 1.7. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu allt að 30 - 35 íbúða. Fjöldi hæða verði frá 3 - 5, og hámarkshæð húss allt að 15 metrar.
Nýtingarhlutfall allt að 1,7 og bílastæði allt að 40. Auk þess er möguleiki á byggingu kjallara.
Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.
Skipulagstillagan er auglýst með athugasemdafresti frá 15. maí 2024, til og með 26. júní 2024
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna, og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 26. júní 2024.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á slóðinni www.skipulagsgatt.is
Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.
Virðingarfyllst,
Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi