Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


11. september 2025

Fossnes – Iðnaðarlóð – Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag

Samkvæmt 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt eftirfarandi skipulagslýsing aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags:

Fossnes – Iðnaðarlóð – Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti þann 3.9.2025 skipulagslýsingu sem tekur til breytingar á Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 ásamt nýju deiliskipulagi fyrir iðnðarlóð í landi Fossness. Skipulagssvæðið nær til um 10,6 ha svæðis sem nær yfir tvær lóðir Sláturfélags Suðurlands. Annars vegar er um að ræða lóð sláturhússins, sem er 9,6 ha að stærð og hins vegar lóð Bjargs, sem er um 1 ha að stærð. 

Innan skipulagssvæðis er að finna verslunar- og þjónustureit (VÞ5), iðnaðarsvæði (I2) og opið svæði (OP1) sem er útivistarsvæði meðfram Ölfusá en nær inn á báðar lóðir Sláturfélagsins. Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir breytingu á landnotkun. Fyrirhugað er að byggja nýja afurðarstöð vestan og norðan við núverandi sláturhús. Gert er ráð fyrir að stækkunin geti orðið allt að 6.000 m2, þar sem 2000-2500 m2 verða byggðir í fyrsta áfanga. Á lóð Bjargs eru núverandi starfsmannahús og er gert ráð fyrir fjölgun þeirra. 

Núverandi aðkoma að báðum lóðum er frá Suðurlandsvegi en í tengslum við nýja afurðastöð er lagt til að aðkoma að lóð sláturhússins verði frá Nesmýri og núverandi aðkoma frá Suðurlandsvegi verði lögð af. Í deiliskipulagi verður auk byggingaráforma gerð grein fyrir hreinsun og hreinsibúnaði frá afurðastöð og nýju hreinsivirki.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Ofangreind skipulagslýsing liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. Að auki er hægt að nálgast tillöguna á heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar á vefslóðinni www.arborg.is og á www.skipulagsgatt.is

Skipulagstillagan er í kynningu frá 11. september 2025, til og með 3. október 2025.

Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67 á Selfossi, eða með tölvupósti á netfangið skipulag@arborg.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 25. júlí 2025.

Skipulagslýsing, Fossnes iðnaðarlóð

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst,

___________________________

Vigfús Þór Hróbjartsson

skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica