Framkvæmdaleyfi vegna jarðstrengs í stað Selfosslínu 1
Samkvæmt 4. mgr. 14.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst útgáfa framkvæmdaleyfis vegna Selfosslínu 1:
Bæjarráð Árborgar samþykkti þann 11.7.2024 útgáfu framkvæmdaleyfis vegna 66/132kV jarðstrengs í stað Selfosslínu 1, sem er 66kV loftlína austan Selfoss, vegna vegagerðar fyrir nýja Ölfusárbrú.
- Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu - Selfosslína 1
- Árborg - Framkvæmdaleyfi Landsnets undirritað dags. 11.11.2024
- Framkvæmdaleyfisumsókn - Landsnet - Selfosslína 1
- Greinargerð - Selfosslína 1
- Grunnkort, teikningar - Selfosslína 1
- Matsskyldufyrirspurn - Selfosslína 1
Jarðstrengurinn í Selfosslínu 1 mun liggja til austurs, (sunnan Austurvegar) frá tengivirkinu á Selfossi og þvera Gaulverjabæjarveg sunnan hringtorgs og Suðurlandsveg og austan þess. Strengurinn er innan sveitarfélagamarka Flóahrepps frá hringtorginu.
Leiðin liggur meðfram lóðarmörkum norðan Suðurlandsvegar og síðan samhliða nýja veginum að vestanverðu. Áður en komið er að Laugardælavegi er vegstæði nýja vegarins þverað við stofnlagnir hitaveitu, en er svo þveraður austan við þann stað þar sem hann fer í undirgöngum undir nýja veginn.
Nýja veginum er svo fylgt að austanverðu um Moshólshaga að golfvellinum og mastri 114 í Selfosslínu 1. Sá hluti sem fellur innan Árborgar nær austur fyrir hringtorg austan Selfoss, en þar eru mörk milli Árborgar og Flóahrepps.
Framkvæmdin er ekki háð mati á umhverfisáhrifum skv. ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu 21.5.2024.
Nálgast má frekari upplýsingar á skipulagsgatt | mál 1354/2024
Ákvörðun stjórnvalds um samþykkt framkvæmdaleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur 1 mánuður frá því að auglýsingu um útgáfu framkvæmdaleyfisins birtist í Lögbirtingarblaði. Nánari upplýsingar má finna hér.
Virðingarfyllst
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi