Grundarhverfi Selfossi - Furugrund 24B - Breyting og lagfæring á deiliskipulagi íbúðabyggðar
Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýst eftirfarandi breyting á deiliskipulagstillögu:
Yfirlit
Bæjarráð Árborgar samþykkti þann 11.7.2024 tillögu að breyttu og lagfærðu deiliskipulagi fyrir ,,Grundarhverfið“ á Selfossi. Deiliskipulag fyrir hverfið í heild er frá árinu 1994.
Núverandi skipulag lóða og gatna í hverfinu er ekki í samræmi við skipulagið frá 1994. Breytt skipulag sem nú er lagt fram, tekur til skipulags gatna og lóða eins og hverfið er í núverandi mynd. Þá er bætt við einni byggingarlóð sem var áður skilgreint sem nær-leiksvæði. Breytingar á uppdrætti og í greinargerð eru eftirfarandi:
- Raðhúsalóðin Grenigrund 18 - 24 verður 18 - 24A
- Birkigrund 1 - 7, 2 - 8, 11 - 17 og 34 - 40 úr raðhúsalóðum í parhúsalóðir
- Lega götu og stíga í Furugrund löguð að raunlegu
- Lóðaskipan við Furugrund löguð að raunskipan
- Lóð fyrir leiksvæði breytt í byggingarlóð, Furugrund 24A
- Byggingarreitir endurskoðaðir á öllu svæðinu
- Settar inn allar lóðarstærðir, nýtingarhlutfall og hámarks mænishæð
- Lóðir við Birkigrund og Furugrund sem snúa út að Langholti fá 5m viðbótarland í samræmi við samþykkt bæjarráðs um skilmála fyrir viðbótarland/-lóðir, frá 02.05.2024
- Ýmsar minni háttar lagfæringar á lóðamörkum, legu gatna og stíga
Breytt deiliskipulag fyrir Grundahverfi á Selfossi | Grundarhverfi
Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á slóðinni www.skipulagsgatt.is
Skipulagstillagan er auglýst með athugasemdafresti frá 17. júlí 2024, til og með 29. ágúst 2024
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 29. ágúst 2024.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is
Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.
Virðingarfyllst
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi