Hreinsistöð við Geitanes - Deiliskipulag
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi:
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 16. febrúar 2022 að auglýsa deiliskipulag svæðis fyrir tveggja þrepa hreinsistöð fyrir fráveitu við Geitanes norðan við flugvöllinn á Selfossi.
- Deiliskipulag - Tillaga | Hreinsistöð við Geitanes
- Deiliskipulag - Uppdráttur | Hreinsistöð við Geitanes
Markmið framkvæmdarinnar er að koma á hreinsun skólps frá Selfossi sem uppfyllir skilyrði laga og reglugerða, en í dag er skólp að mestu losað óhreinsað í Ölfusá. Deiliskipulag þetta tekur til aðkomu að lóð hreinsistöðvarinnar, lóðarinnar sjálfrar og nærumhverfi eftir því sem þörf krefur m.a. vegna útrásar í Ölfusá.
Í deiliskipulaginu er gerð grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og settir fram skilmálar um landnotkun, mannvirki, útrás, vernd náttúru og frágang. Samhliða deiliskipulagi þessu er gerð breyting á Aðalskipulagi Árborgar 2010 - 2030 sem fellst í breytingu á uppdrætti þar sem iðnaðarsvæðið færist lítið eitt til.
Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.
Tillagan er auglýst með athugasemdafresti frá 16. mars 2022 til og með 27. apríl 2022.
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 27. apríl 2022.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is
Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.
Virðingarfyllst,
Anton Kári Halldórsson | skipulagsfulltrúi