Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


13. nóvember 2025

Deiliskipulagsbreytingar 13. nóv 2025

Samkvæmt 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýstar eftirfarandi tillögur deiliskipulags/breytingar:

1. Miðtún 15 – 15a - Deiliskipulagsbreyting

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti þann 5.11.2025 tillögu vegna breytingar á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Miðtúns 15 – 15a. Í breytingunni felst að lóðirnar eru sameinaðar í eina lóð innan deiliskipulagsins. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja fjögurra íbúða raðhús á lóðinni. Samhliða er gert ráð fyrir að hámarkshæð húsanna verði lækkuð úr 8 m í 5.9 m og að hámarks byggingarmagn verði minnkað úr 678 m2 í 520 m2.

2. Skátafélagið Fossbúar - Félags- og útivistarsvæði – Deiliskipulag

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti þann 5.11.2025 tillögu að deiliskipulagi vegna hluta opins svæðis OP1 við Tryggvagötu, sunnan Lóurima og norðan við Sunnulækjarskóla. Í deiliskipulaginu felst afmörkun útivistarsvæðis sem Skátafélagið Fossbúar munu hafa til afnota. Innan tillögunnar er afmarkað svæði þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu húsnæðis sem hýsir skátastarf í Árborg auk þess sem afmarkað er útivistarsvæði sem nýtist jafnt sem opið svæði fyrir almenning og starfsemi skátafélagsins. Markið tillögunnar er m.a. að nýta þá innviði sem svæðið hefur upp á að bjóða eins og bílastæði og gönguleiðir. Nýta þann gróður sem fyrir er og efla hann til muna með gróðursetningu nýrra plantna. Koma fyrir svæði sem nýtast má skólabörnum yfir veturinn til leikja og fræðslu. Koma fyrir litlum opnum húsum sem hýsa grillaðstöðu og fyrir útikennslu barna auk þess sem gert er ráð fyrir góðri tengingu við önnur opin svæði í næsta nágrenni.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til auglýsingar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. Að auki er hægt að nálgast tillöguna á heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar á vefslóðinni www.arborg.is og á www.skipulagsgatt.is

Skipulagstillagan er í auglýsingu frá 13. nóvember 2025, til og með 2. janúar 2026.

Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67 á Selfossi, eða með tölvupósti á netfangið skipulag@arborg.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 2. janúar 2026.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst,

___________________________

Vigfús Þór Hróbjartsson

skipulagsfulltrúi

Fylgiskjöl:  

Uppdrattur-Midtun-15-15a-dskbr_
Skatasvaedi-uppdr.-4.11.2025
2Greinargerd-skatafelagid


Þetta vefsvæði byggir á Eplica