Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14. mars 2025

Miðtún 17 | Deiliskipulagsbreyting – 2412012

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi deiliskipulagsbreyting.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti þann 5.3.2025 tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Miðtún 17 á Selfossi. Breytingin fellst í að lóðinni Miðtún 17a er skipt upp í tvær lóðir, sem verða Miðtún 17b og 17c. 

Á lóðunum verður heimilt að byggja íbúðir, annað hvort einbýlishús eða parhús. Aðkoma að lóðum verður frá Miðtúni að sunnanverðu og norðaustanverðu.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til auglýsingar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. Að auki er hægt að nálgast tillöguna á vefslóðinni www.arborg.is og á www.skipulagsgatt.is

Skipulagstillagan er í auglýsingu frá 13. mars 2025, til og með 30. apríl 2025.

Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67 á Selfossi, eða með tölvupósti á netfangið skipulag@arborg.is.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 30. apríl 2025.


Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi

Arborg-Blatt-STORT-Texti-til-hlidar-2362pix_1677665101135


Þetta vefsvæði byggir á Eplica