28. júní 2021

Múlabyggð - Deiliskipulagslýsing

Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst til kynningar eftirfarandi lýsing deiliskipulagstillögu:

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 24. júní 2021 að auglýsa til kynningar lýsingu að deiliskipulagi fyrir Múlabyggð, Sveitarfélaginu Árborg. 

Megináhersla deiliskipulagsins er að bjóða upp á stórar íbúðarlóðir í lálægð við þéttbýli þar sem heimilað verði meira byggingarmagn en tíðkast á íbúðarhúsalóðum í Árborg í dag. 

Skipulagið skiptist í tvo hluta þar sem annar hlutinn eða um 120 hektarar eru skipulagðir fyrir íbúðarhúsnæði. Hinn hluti skipulagsins er um 45 hektarar þar sem gert er ráð fyrir hesthúsabyggð og svæði fyrir hestatengda starfsemi.

Ofangreindar skipulagstillaga liggur frammmi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.

Deiliskipulagstillagan er í kynningu frá 30.06.2021 til og með 14.07.2021 og skulu athugasemdir og ábendingar berast eigi síðar en 14.07.2021.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is

Anton Kári Halldórsson | skipulagsfulltrúi Árborgar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica