Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


20. desember 2021

Nabbi 3 | Deiliskipulagstillaga

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar eftirfarandi deiliskipulagstillögur. 

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 1. desember 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Nabba 3, Sveitarfélaginu Árborgar í samræmi við 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nabbi 3 | Deiliskipulag

Tillagan tekur til alls lands innan lóðarinna Nabbi 3, samtals 14.225 m². Aðkoma að lóðinni er frá Kaldaðarnesvegi nr. 316. Einn byggingarreitur er á lóðinni og innan hans verður heimilt að byggja allt að 100 m² sumarhús, 52 m² gestahús og 50 m² skemmu. Heildarbyggingarmagn verður að hámarki 202 m². 

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.

Tillögurnar eru auglýstar með athugasemdafresti frá 22.12.2021 til og með 2.2.2022. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 2.2.2022.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is.

Virðingarfyllst
Anton Kári Halldórsson | skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica