Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


25. ágúst 2021

Nauthagi, Selfossi | Aðalskipulagsbreyting

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Árborgar. 

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 9. júní 2021 að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu fyrir Nauthaga á Selfossi. Um er að ræða breytingu á hluta af vestasta reit ú2 þar sem íbúðarbyggð kemur í stað opins svæðis til sérstakra nota. Vestasti hluti ú2 er um 8.000m2 að stærð og minnkar hann í um 6.200m2. Fyrirhuguð íbúðarlóð er u.þ.b. 2.000m2 að stærð og á henni er gert ráð fyrir um 700m2 byggingu með 6-8 íbúðum á einni hæð. 

Nauthagi | Aðalskipulagsbreyting

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.

Tillögurnar eru auglýstar með athugasemdafresti frá 25. ágúst 2021 til og með 6. október 2021. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 6. október 2021.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is

Anton Kári Halldórsson | skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica