25. ágúst 2021

Nauthagi, Selfossi | Deiliskipulagstillaga

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga eftirfarandi deiliskipulagsáætlunar.

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 8. júlí 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Nauthaga, Selfossi. Um er að ræða deiliskipulag vegna nýrrar lóðar við Nauthaga 2 á Selfossi. Markmið deiliskipulagsins er að byggja upp íbúðar- og þjónustukjarna með 6 - 8 íbúðum vegna sértækra búsetuskilyrða sem Bergrisinn bs. mun standa að.

Nauthagi íbúðarkjarni | Deiliskipulagstillaga

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.

Tillögurnar eru auglýstar með athugasemdafresti frá 25. ágúst 2021 til og með 6. október 2021. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 6. október 2021.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is

Anton Kári Halldórsson | skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica