27. janúar 2023

Niðurstaða Bæjarstjórnar Árborgar vegna, Deiliskipulags | Heiðarbrún 6

Samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst niðurstaða Bæjarstjórnar Árborgar, vegna athugasemdar.

Bæjarstjórn bókaði á fundi sínum dags. 18.1.2023 eftirfarandi:

Tillaga frá 15. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 16. janúar. liður 2. Deiliskipulag - Heiðarbrún 6. 

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi að lokinni auglýsingu. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að lóðin Heiðarbrún 6, á Stokkseyri, sem er 853m2 að stærð verði parhúsalóð (6 - 6b), og að heimilt verði að byggja parhús. Húsið verði á einni hæð með risi. Hámarksvegghæð allt að 3,0m og mænishæð allt að 5,0m. Nýtingarhlutfall allt að 0,2. 

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti tillöguna til auglýsingar 23.11.2022, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 30.11.2022 með athugasemdafresti til 11. 1.2023, og var birt í Fréttablaðinu, dagskránni og Lögbirtingarblaði, auk þessa að vera aðgengilega á vef heimasíðu Árborgar. Borist hefur ein athugasemd, frá eigendum húseignarinnar Heiðarbrún 8. 

Mótmæli snúa að því, að gert sé ráð fyrir parhúsi á lóðinni í stað einbýlishúss. 

Skipulags- og byggingarnefnd telur að parhús af þessari stærð á lóð muni sóma sér mjög vel og falli vel að nærliggjandi húsum og ennfremur skapi fjölbreytileika í byggðaformi. Gerð hefur verið skuggavarpsgreining, sem sýnir að eigendur húss við Heiðarbrún 8, verða fyrir óverulegri skerðingu vegna skuggavarps. Skipulagsnefnd samþykkti deiliskipulagstillögu og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna og feli skipulagsfulltrúa að auglýsa niðurstöðu Bæjarstjórnar, og senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu skv. 42.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls. Lagt er til að bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna og feli skipulagsfulltrúa að auglýsa niðurstöðu Bæjarstjórnar, og senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu skv. 42.gr skipulagslaga nr. 123/2010. 

Bæjarstjórn tekur ekki undir þær athugasemdir sem fram hafa komið, og telur að parhús af þessari stærð á lóð muni sóma sér mjög vel og falli vel að nærliggjandi húsum og ennfremur skapi fjölbreytileika í byggðaformi. Gerð hefur verið skuggavarpsgreining, sem sýnir að að eigendur húss við Heiðarbrún 8, verða fyrir óverulegri skerðingu vegna skuggavarps. Tillagan samþykkt með 10 atkvæðum. Arnar Freyr Ólafsson, B-lista situr hjá.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.

Tillögurnar eru auglýstar með athugasemdafresti frá 25. janúar til og með 8. mars 2023.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 8. mars 2023.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica