Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


29. ágúst 2024

Norðurhólar 5 - Deiliskipulagsbreyting verslunar- og þjónustulóðar - Leikskóla

Samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýst niðurstaða Bæjarstjórnar Árborgar, vegna athugasemda við eftirfarandi deiliskipulagstillögur:

2310372 - Norðurhólar 5 - Deiliskipulagsbreyting verslunar- og þjónustulóðar - Leikskóla 

Bókun Bæjarstjórnar 21.8.2024:

Tillaga frá 32. fundi skipulagsnefndar, frá 14. ágúst sl., liður 2. Uppfærð tillaga vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir lóðirnar Norðurhólar 3 og 5 á ný eftir yfirferð Skipulagsstofnunar dags. 9.7.2024, þar sem athugasemdir eru gerðar við að birta auglýsingu um samþykkt breytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda. Gert er grein fyrir umhverfisáhrifum breytingarinnar sbr. gr. 5.4.1 í skipulagsreglugerð. Samkvæmt. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga skal bæjarstjórn taka athugasemdir Skipulagsstofnunar til umræðu. 

Fyrir liggur umhverfiskýrslu Arkís dags. 9.7.2024, þar sem gerð er grein fyrir og lagt mat á umhverfisáhrif deiliskipulags. Tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar varðandi umhverfisáhrif breytingartillögu. Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi auk umhverfisskýrslu, í samræmi 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, og feli skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun tillöguna ásamt umhverfisskýrslu til afgreiðslu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga og auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar Árborgar skv. 3. mgr. 41. gr. sömu laga.

Bragi Bjarnason, bæjarfulltrúi D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista tóku til máls.

Tekið hefur verið tilliti til athugasemda Skipulagsstofnunar varðandi umhverfisáhrif breytingartillögu. Bæjarstjórn Árborgar samþykkir auglýsta tillögu að deiliskipulagi auk umhverfisskýrslu, í samræmi 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun tillöguna ásamt umhverfisskýrslu til afgreiðslu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga og auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar skv. 3. mgr. 41. gr. sömu laga.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 10 atkvæðum. Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi D-lista situr hjá.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is.

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica