Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


9. maí 2023

Skógarflöt | Breyting á deiliskipulagi 220827

Samkvæmt 3. mgr. 41. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst niðurstaða Bæjarstjórnar Árborgar, vegna breytingar á deiliskipulagi Skógarflatar L 203345.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum dags 26. apríl 2023 eftirfarandi.

Tillaga frá 5. fundi skipulagsnefndar frá 19. apríl, liður 3. Skógarflöt DSK br. - Skógarflöt 9. L203345 (Byggðarhorn 9.) Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi 24.8.2022, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Skógarflöt L203245. 

Breytingin felur í sér að stofnuð verði ný lóð, 9a, og skilgreindur byggingarreitur auk byggingarheimilda fyrir íbúðarhúsi, allt að 300m2, bifreiða- og vélageymslu, allt að 250m2 og hesthúsi allt að 200m2. Nýtingarhlutfall að 0,15. Mesta þakhæð allt að 8,0m. Þakhalli 0-45 gráður. 

Tillagan var samþykkt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og auglýst í samræmi við 41. gr. sömu laga. Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu, Lögbirtingarblaði og Dagskránni þann 31.ágsúst 2022, með athugasemdafresti til 12. október 2022. 

Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Brunavörnum Árnessýslu. Skipulagsstofnun tók deiliskipulagstillöguna til skoðunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga, og gerir í bréfi dags. 21.11.2022, athugasemdir við að birt verði auglýsing um breytt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda. 

Gerð er athugasemd við að staðsetning byggingarreits samræmist ekki ákvæðum skipulagsreglugerðar gr. 5.3.2.5 vegna fjarlægðar bygginga frá vegi. Þá er talið óljóst hvort 0,5ha lóðir samræmist þágildandi Aðalskipulagi Árborgar 2010 - 2030. 

Stofnunin minnir á að taka skuli athugasemdir stofnunarinnar til umræðu skv. 1.mgr. 42. gr. skipulagslaga. Skipulagsnefnd bendir á að núverandi hús á Skógarflöt 9 er staðsett syðst í byggingarreit, og gerir breytingartillaga sem nú liggur fyrir til afgreiðslu nefndarinnar, ráð fyrir að íbúðarhús verði syðst í byggingarreit, og útihús norðan við íbúðarhús, þ.e. nær vegi. Nefndin bendir á að fordæmi séu fyrir byggingum á svæðinu nær vegi en 100m, og bendir einnig á að í Umsögn Vegagerðarinnar dags. 2.9.2022, er ekki gerð athugasemd vegna fjarlægðar frá vegi, einungis vegna hávaðavarna. 

Vegna ábendingar Skipulagsstofnunar um stærðir landspildu, þá hefur verið gerð grein fyrir þeim undantekningartilfellum í Aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036, sem vísa til spildna sem eru undir 10ha að stærð.

Fyrir fundinum er lögð fram lagfærð tillaga þar sem byggingarreit á Skógarflöt 9a, hefur verið skipt upp, þannig að íbúðarhús verður staðsett syðst, og útihús í öðrum nyrst. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og mæltist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna og fæli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu, auglýsa niðurstöðu Bæjarstjórnar Árborgar og birta auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica