Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


13. febrúar 2025

Stjörnusteinar 7 og Heiðarbrún 2-8b | Deiliskipulag – 2311112

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga deiliskipulags:

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti þann 15. febrúar 2025 tillögu að deiliskipulagi fyrir Stjörnusteina 7 og Heiðarbrún 2 - 8b. 

Deiliskipulagið tók gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda þann 16. maí 2024. 

Þann 27. mars 2024 hafði athugasemd borist í tölvupósti, sem einhverra hluta vegna rataði ekki inn í skjalavistun málsins. Þar kemur fram að íbúar við Heiðarbrún 8 á Stokkseyri mótmæla harðlega að fella niður eldra deiliskipulag og lýsa andstöðu við nýtt deiliskipulag sem tekur til fleiri lóða. 

Tillagan tekur til lóðanna Stjörnusteinar 7 og einnig til lóðanna Heiðarbrún 2 - 8b á Stokkseyri. 

Skipulagsnefnd Árborgar hefur um nokkurt skeið horft til þess að reyna að þétta byggð, þar sem þess er nokkur kostur. Hefur verið horft sérstaklega til auðra lóða sem staðið hafa þannig árum og áratugum saman í þegar byggðum hverfum. Nefndin telur að það sé ávinningur fyrir sveitarfélagið Árborg, að það séu byggð hús á lóðunum, innan um önnur íbúðarhús, og myndist þá heildstæð götumynd á hverju stæði fyrir sig. 

Meginmarkmið deiliskipulagstillögunnar er að gera deiliskipulag fyrir götulínuna á fyrrgreindum lóðum. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við Aðalskipulag Árborgar 2020 - 2036. Fyrir eru í gildi deiliskipulög fyrir lóðina Heiðarbún 6 og 8, og munu þau falla úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til auglýsingar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á www.skipulagsgatt.is.

Skipulagstillagan er í auglýsingu frá 13. febrúar 2025 til 27. mars 2025

Þeir aðilar sem hafa athugasemdir eða ábendingar hafa frest til og með 27. mars 2025, til að skila inn til skipulagsfulltrúa ( runarg@arborg.is), eða á skipulag@arborg.is.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is.

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi

Arborg-Blatt-STORT-Texti-til-hlidar-2362pix_1677665101135


Þetta vefsvæði byggir á Eplica