Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


27. febrúar 2025

Stóra-Hraun L215785 | Deiliskipulag – 2410015

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga deiliskipulags:

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti þann 19. febrúar 2025, tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni L215785, nærri Eyrarbakka í Árborg. Stóra-Hraun er landspilda um 250 ha að stærð, sem liggur í og við gatnamót að Eyrarbakka og Stokkseyri, og upp með Eyrarbakkavegi, og er áætlað að nýta hluta landsins undir nýtt öryggisfangelsi. Bygging í fyrsta áfanga mun skapa rými fyrir vistun allt að 100 fanga, með stækkunarmöguleikum upp í 128 fanga. 

Í vinnslu er breyting á gildandi aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036, þar sem gert er ráð fyrir um 114 ha svæði undir nýtt öryggisfangelsi.

Markmið tillögunnar er:

  • Að afmarka svæði fyrir nýtt öryggis fangelsi á landi Stóra Hrauns í sveitarfélaginu Árborg sem skilgreint er í aðalskipulagi undir samfélagsþjónustu.
  • Að byggingar í fyrsta áfanga mun hýsa 100 fanga með stækkunarmöguleikum upp í 128 fanga. 
  • Að skapa vel útfærða og samhangandi mannvirkjaheild með sterkum tengingum sem tryggja hagkvæmni og öryggi í daglegum rekstri. 
  • Að raska landi sem minnst vegna hárrar grunnvatnstöðu og nýta það sem gæði innan svæðisins fremur en ógn. 
  • Að tryggja vel skilgreint og aðgreint aðkomuflæði fyrir gesti, starfsfólk, fanga og aðföng. 
  • Að fangelsið falli vel inn í umhverfið og ásýnd fangelsisveggja minnkuð eins og kostur er með góðri vinnu í mótun lands og gróðurs í kringum fangelsið. 
  • Að form bygginga og girðinga brjóti niður vind þannig að gott sé að ferðast að og innan fangelsis. 
  • Að ný mannvirki skapi fjölbreytt og aðlaðandi útirými og stuðli jafnframt að auðveldari aðgreiningu fanga eftir þörfum.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til auglýsingar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. Að auki er hægt að nálgast tillöguna á skipulagsgatt.is.

Skipulagstillagan er í auglýsingu frá 27. febrúar 2025, til og með 10. apríl 2025

Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67 á Selfossi, eða með tölvupósti á netfangið skipulag@arborg.is.

Ath. vegna villu varð áætlaður birtingardagur 27. mars en ekki 27. febrúar. Lögbirtingur birtir auglýsingu föstudaginn 7. mars. Athugasemdafrestur helst óbreyttur.

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi

Arborg-Blatt-STORT-Texti-til-hlidar-2362pix_1677665101135


Þetta vefsvæði byggir á Eplica