Tryggvagata 15 | Deiliskipulagsbreyting 2025
Í samræmi við 41 og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi deiliskipulagsbreyting:
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti þann 18.6.2025 tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi skóla og sundhallarreits við Tryggvagötu 15 á Selfossi.
Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi sem tók gildi með birtingu auglýsingar nr. 591 í B-deild Stjórnartíðinda þann 23.júní 2014. Þrjár breytingar hafa verið gerðar á deiliskipulaginu síðan. Í síðustu breytingunni, sem samþykkt var í bæjarstjórn Árborgar þann 13. desember 2023 var byggingarheimild á nýjum byggingarreit stækkuð sem heimilaði viðbyggingu á tveimur hæðum norðan við sundhöllina til að stækka líkamsræktaraðstöðu á fyrstu og annarri hæð. Þeirri uppbyggingu er nú lokið.
Breytingar nú, felast í eftirfarandi þáttum:
- Ný kennslu/keppnislaug með sjö brautum er staðsett sunnan við núverandi laug syðst á útisvæði.
- Núverandi pottar næst útiklefum færast og breytast.
- Nýr byggingarreitur kemur sunnan við Sundhöll. Innan hans er heimilt að reisa nýjan vaktturn og upphitaða búningsklefa.
- Nýr byggingarreitur fyrir geymslu og þjálfaraaðstöðu kemur vestan við núverandi laug.
- Ný rennibraut kemur í stað núverandi.
- Aðkoma fyrir skólabíla/rútur/þjónustubíla verður við Bankaveg, austan megin við nýja búningsklefa. Bílastæðum fækkar.
- Lóðamörk milli Tryggvagötu 13 og 15 færast til norðurs og þar með breytast lóðarstærðir, sjá meðfylgjandi töflu.
- Nýtingarhlutfall beggja lóða breytist vegna breyttra lóðarstærða og aukins byggingarmagns á lóð Tryggvagötu 15, sjá meðfylgjandi töflu.
- Bílastæði hreyfihamlaðra norðan við Sundhöll breytast. Aðrir byggingarskilmálar haldast óbreyttir.
Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til auglýsingar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. Að auki er hægt að nálgast tillöguna á vefslóðinni www.arborg.is og á www.skipulagsgatt.is.
Skipulagstillagan er í auglýsingu frá 26. júní 2025, til og með 8. ágúst 2025.
Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67 á Selfossi.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 8. ágúst 2025.
Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.
Virðingarfyllst,
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi