Tryggvagata 36 – Deiliskipulagsbreyting
Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Árborg
Samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga deiliskipulagsbreytingar:
1. Tryggvagata 36 – Deiliskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti þann 3.12.2025 til auglýsingar tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til lóðar Tryggvagötu 36 á Selfossi. Tillagan var í forkynningu frá 25.9.-17.10.2025. Gerðar hafa verið breytingar á tillögunni frá forkynningu hennar með það að markmiði að bregðast við athugasemdum sem bárust. Gert er ráð fyrir einu 3ja hæða íbúðarhúsi ásamt sorpskýli á lóðinni. Ekki er gert ráð fyrir heimild fyrir kjallara. Þriðja hæð íbúðarhússins skal inndregin, a.m.k. 5 m á norðurhlið og a.m.k. 2 m á aðrar hliðar. Heildarfjöldi íbúða í húsinu geta orðið allt að 36 og er gert ráð fyrir samsvarandi fjölda bílastæða innan lóðar. Heildarbyggingarmagn er að hámarki 2.600 m2 og nýtingarhlutfall um 0,84.
Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst niðurstaða Bæjarstjórnar Árborgar:
2. Miðsvæði M5 og M6 – Óveruleg breyting á aðalskipulagi
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti þann 3.12.2025 tillögu óverulegrar breytingar á aðalskipulagi. Breytingin tekur til miðsvæði M5 og M6 og felst í nánari skilgreiningu á heimildum sem taka til reksturs á miðsvæðum. Núverandi heimildir gera ráð fyrir eftirfarandi skilmálum: "Innan reits eru þrjár deiliskipulagsáætlanir í gildi. Gert er ráð fyrir lágreistri íbúðarbyggð á 1-3 hæðum. Heimilt er að vera með verslun- og þjónustu á jarðhæð."
Eftir breytingu verði skilmálarnir eftirfarandi: Innan reits eru þrjár deiliskipulagsáætlanir í gildi. Gert er ráð fyrir lágreistri íbúðarbyggð á 1-3 hæðum. Heimild er fyrir verslunar- og þjónustutengdum rekstri innan svæðisins með eftirfarandi fyrirvörum: - Gera skal grein fyrir heimildum sem taka til rekstur með ítarlegum hætti innan deiliskipulags og/eða með grenndarkynningu innan hverfisins. - Gera skal grein fyrir fullnægjandi fjölda bílastæða. - Starfsemi innan hverfisins taki mið af aðliggjandi byggð.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til auglýsingar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. Að auki er hægt að nálgast tillöguna á heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar á vefslóðinni www.arborg.is og á www.skipulagsgatt.is
Liður 1 er skipulagstillaga í auglýsingu frá 11. desember 2025, til og með 26. janúar 2026.
Liður 2 er tilkynning um niðurstöðu bæjarstjórnar vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi.
Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67 á Selfossi, eða með tölvupósti á netfangið skipulag@arborg.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 26. janúar 2026.
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.
Virðingarfyllst,
___________________________
Vigfús Þór Hróbjartsson
skipulagsfulltrúi
Fylgiskjöl: Tryggvagata-36-dskbr.-uppdrattur
Overuleg-breyting-a-ASK-vegna-midsvaeda.docx