Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


3. apríl 2025

Votmúli I L166214 – Múli 1-8, Deiliskipulagsbreyting- 2501359

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga deiliskipulagsbreytingar.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti þann 26.3.2025 tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Votmúla 1 (Múli 1 og 2).

Breytingin gerir ráð fyrir að fjölga lóðum úr tveimur í sex lóðir, og stækkar þar með skipulagssvæðið úr 20 ha yfir í 41,2 ha.

Á lóðunum Múli 1 - 8 verður heimilt að vera með íbúðarhúsnæði og hesthús ásamt starfsemi sem tengist hrossarækt.

Gert er ráð fyrir tveimur byggingarreitum innan hverrar lóðar. B1 byggingarreitur fyrir íbúðarhús og byggingar tengdum íbúum s.s. íbúðarhús, gesthús, gróðurhús og stakstæðum bílskúr. 

B2 byggingarreitur er áætlaður byggingum tengdum hrossarækt eða landbúnaði skv. 4.7.1. gr. í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036. Lóðirnar hafa aðkomu í gegnum afleggjara við Votmúla sem tengist Votmúlavegi nr. 310.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til auglýsingar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. Að auki er hægt að nálgast tillöguna á www.skipulagsgatt.is

Skipulagstillagan er í auglýsingu frá 3. apríl 2025, til og með 20. maí 2025.

Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67 á Selfossi, eða með tölvupósti á netfangið skipulag@arborg.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 20. maí 2025.

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi

Arborg-Blatt-STORT-Texti-til-hlidar-2362pix_1677665101135


Þetta vefsvæði byggir á Eplica