13. maí 2020

Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi, Fjörustígur

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Árborgar 2010-2030 samkvæmt 1.mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010.

Fjörustígur - Göngu- og hjólastígur á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar - Drög

Breytingartillagan felst í breyttri legu göngu- og hjólastígs á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Breytt lega stígsins nær frá Merkisteinsvöllum á Eyrarbakka að göngubrú yfir Hraunsá, norðvestan Stokkseyrar. Stígurinn mun liggja á milli Gaulverjabæjarvegar nr. 33 og fjörukambsins. Samkvæmt gildandi skipulagi er staðsetning stígsins meðfram strandlengjunni. Hann mun því færast fjær sjónum við breytinguna. 

Skipulagstillagan ásamt greinagerð munu liggja frammi á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi frá og með miðvikudeginum 1.apríl 2015 til og með 13.maí 2015. 

Öllum er gefin kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila athugasemdum rennur út 13.maí 2015, og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa á skrifstofu hans að Austurvegi 67, 800 Selfossi. 

Á sama tíma er skipulags tillagan ásamt greinagerð til kynningar á vefsíðu Árborgar þar sem hægt er að skoða tillöguna og senda athugasemdir til skipulags og byggingarfulltrúa.

Virðingarfyllst,
Bárður Guðmundsson | skipulags- og byggingarfulltrúi
Netfang | bardur@arborg.is


Þetta vefsvæði byggir á Eplica