Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Miðbær Selfoss - óveruleg breyting á gildandi Aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036

Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Árborg | 30. janúar 2023 Niðurstaða bæjarstjórnar Árborgar.

Miðbær Selfoss - óveruleg breyting á gildandi Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036. Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst niðurstaða Bæjarstjórnar Árborgar, vegna óverulegrar breytingar á gildandi Aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036.

Bæjarstjórn Árborgar bókaði á fundi sínum dags. 18.1.2023 eftirfarandi:

Tillaga frá 15. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 16. janúar. liður 3. Miðbær Selfoss - Breyting á aðalskipulagi Árborgar 2010-2030. Lögð er fram óveruleg breyting á gildandi Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036. Breytingin felur í sér að íbúðarbyggð ÍB23 (íbúðasvæði) er minnkuð , og M1(miðsvæði) stækkað samsvarandi. Hluti lóðarinnar Kirkjuvegur 13, verður miðsvæði í stað íbúðabyggðar. Breytingin rýmkar fyrir nýju húsi austan við Kirkjuveg 13. Afmörkun svæða er breytt á uppdrætti. Í greinargerð aðalskipulags breytist stærð svæðanna þannig, að IB23 var 4,7ha, en verður eftir breytingu 4,6ha. M1 var 6,8ha, en verður eftir stækkun 6,9ha. Samhliða auglýsingu á aðalskipulagsbreytingu er stefnt að auglýsingu breytingartillögu á gildandi deiliskipulagi í Miðbæ Selfoss. Skipulags- og byggingarnefnd taldi að umrædd breyting væri óveruleg enda um mjög litla tilfærslu á afmörkun svæða að ræða. Nefndin samþykkti tillöguna sem óverulega breytingu á gildandi Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036, og mæltist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykkti tillöguna í samræmi við 2. mgr, 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa yrði falið að senda f.h. Bæjarstjórnar Árborgar skipulagsbreytinguna á Skipulagsstofnun, og auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar.

Aðalskipulag Árborgar 2020 - 2036 | Þéttbýlisuppdráttur - Selfoss, breyting á miðsvæði og íbúðabyggð

Björgvin G. Sigurðsson S-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista og Bragi Bjarnason D-lista, taka til máls. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki tillöguna sem óverulega breytingu á gildandi Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 í samræmi við 2. mgr, 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að senda f.h. Bæjarstjórnar Árborgar, skipulagsbreytinguna á Skipulagsstofnun, og auglýsa niðurstöðu Bæjarstjórnar. Bæjarstjórn Árborgar telur að umrædd breyting sé óveruleg enda um mjög litla tilfærslu á afmörkun svæða að ræða. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica