Gjaldskrá
Gjaldskrá vatnsveitu í Sveitarfélaginu Árborg.
1. gr.
Gjaldskylda
Sveitarfélagið Árborg innheimtir gjald fyrir lagningu heimæðar skv. 5. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004. Jafnframt innheimtir sveitarfélagið vatnsgjald og notkunargjald skv. 6. og 7. gr. laganna.
2. gr.
Ráðstöfun gjalda
Tekjum sveitarfélagsins vegna heimæðargjalds vatnsveitu skal varið til vatnsveituframkvæmda og skal gjaldið taka mið af gerð, stærð og lengd heimæða.
Vatnsgjald, ásamt öðrum tekjum vatnsveitu, skal standa undir rekstri vatnsveitunnar, þ.m.t. fjármagnskostnaði, og fyrirhuguðum stofnkostnaði samkvæmt langtímaáætlun veitunnar.
3. gr.
Heimæðargjald vatnsveitu
Heimæðargjald vatnsveitu fylgir byggingarvísitölu og er uppfært tvisvar á ári í janúar og júlí ár hvert.
| Þvermál heimæðar PE - mm | Uppfært miðað við byggingavísitölu nú (des. 2025) |
|---|---|
| 32 | 394.289 |
| 40 | 426.808 |
| 50 | 481.006 |
| 63 | 608.370 |
| 75 | 776.370 |
| 90 | 1.028.404 |
Gjöldin miðast við að ídráttarrör fyrir heimlagnir hafi verið lagt á frostfríu dýpi frá tengistað
vatnsveitu Sveitarfélagsins Árborgar við lóðarmörk, að tengistað (inntaksstað) mannvirkis, og að lega
og frágangur ídráttarrörsins hafi verið tekin út og samþykkt af starfsmönnum vatnsveitu.
Innifalið í heimæðargjaldi er allt að 30 metra lögn og tengigrind. Ef heimtaug er lengri en 30
metrar bætist við 2% yfirlengdargjald á hvern metra. Fyrir hverja aukatengigrind greiðist 10% af
heimæðargjaldi viðkomandi stærðar. Heimæðargjald fyrir inntök stærri en 90 mm er reiknað út hjá
vatnsveitu Sveitarfélagsins Árborgar.
Geri húseigandi eða lóðarhafi breytingu á skipulagi húss frá útgefnu skipulagi sveitarfélagsins
ber hann til viðbótar allan kostnað við færslu eða breytingu lagna, inntaksbúnaðar og á inntaksstað.
Sama gildir um tímabundna aftengingu. Séu
starfsmenn veitunnar kallaðir til að leggja heimtaug og aðstaða uppfyllir ekki
tæknilega tengiskilmála vatnsveitu og starfsmenn þurfa frá að hverfa, hlýst af
því kostnaður, sbr. 10. gr.
4. gr.
Bráðabirgðatengingar vatnsveitu.
Vinnuskúravatn og bráðabirgðatenging í húsnæði á byggingarstigi B1.
Byggingin þarf að vera komin á byggingarstig B1 til að hægt sé að sækja um bráðabirgðavatn. Vinnuskúraog bráðabirgðatenging gildir í 12 mánuði frá tengingu. Sé húsnæði ekki komið á byggingarstig B2 að þeim tíma liðnum þarf að endurnýja umsókn og greiða 20% af bráðabirgðagjaldi viðkomandi stærðar aftur. Hægt er að endurnýja tvisvar.
Þvermál heimæðar | Uppfært miðað við byggingarvísitölu (nú des. 2025) |
|---|---|
| Vinnuskúravatn | 118.287 |
| 32 | 118.287 |
| 40 | 128.042 |
| 50 | 144.302 |
| 63 | 182.511 |
| 75 | 232.915 |
| 90 | 308.521 |
Verðið gildir fyrir tengingu við heimæðarenda sem kominn er inn fyrir lóðarmörk ásamt einni tengigrind. Við aðrar aðstæður og fyrir stærri tengingu er hún gjaldfærð í samræmi við raunkostnað. Innheimt er mánaðargjald fyrir notkun á bráðabirgðatengingum.
Séu starfsmenn veitunnar kallaðir til að leggja heimtaug og aðstaða uppfyllir ekki tæknilega tengiskilmála vatnsveitu og starfsmenn þurfa frá að hverfa, hlýst af því kostnaður, sbr. 10. gr.
5.gr
Aukagjöld vegna sérstakra aðstæðna
Við sérstakar aðstæður, s.s. vegna frosts í jörðu og sprengingar á klöpp skal greitt sérstakt álag er
nemur 25% sem leggst ofan á heimæðargjald skv. 3. gr.
Þurfi að koma til dælingar vegna vatnsaga við lagningu heimæða, skal lóðarhafi greiða eftirfarandi:
| Vatnsdæla | 2.526 kr./sólarhring |
|---|---|
| Rafstöð fyrir dælu | 3.445 kr./sólarhring |
Séu starfsmenn veitunnar kallaðir til að leggja heimtaug og aðstaða uppfyllir ekki tæknilega tengiskilamála vatnsveitu og starfsmenn þurfa frá að hverfa, hlýst af því kostnaður.
Aðstaða ekki fullnægjandi 21.743 kr.
Óski byggingaraðili eftir byggingarvatni getur viðkomandi sótt um bráðabirgðatengingu. Kostnaður við slíka tengingu er 30% af heimtaugargjaldi viðkomandi stærðar.
6. gr.
Vatnsgjald
Árlega skal greiða vatnsgjald af öllum fasteignum í sveitarfélaginu sem vatns geta notið.
Álagningarstofn gjaldsins skal vera fasteignamat viðkomandi fasteigna. Fjárhæð gjaldsins skal
nema:
0,085% af heildarfasteignamati eignar í A-flokki.
0,162% af heildarfasteignamati eignar í B-flokki.
0,162% af heildarfasteignamati eignar í C-flokki.
7. gr.
Notkunargjald
Þar sem vatn frá vatnsveitu er notað til atvinnustarfsemi eða annars en venjulegra heimilisþarfa
skal innheimt sérstakt notkunargjald.
Fjárhæð notkunargjalds er 47,70 kr. á rúmmetra (m³) vatns, skv. mælingu.
Notkunargjaldið tekur mið af vísitölu byggingarkostnaðar í janúar hvert ár.
Gjaldið skal uppfært miðað við vísitöluhækkanir tvisvar á ári í janúar og júlí.
Í þeim tilvikum þegar um óvenjumikil kaup á vatni er að ræða eða vatn er keypt til sérstakrar
framleiðslu er heimilt að gera sérstakt samkomulag við kaupanda um endurgjald fyrir vatnið.
Sé óskað eftir bráðabirgðatengingu greiðast 10.873 kr. á mánuði í notkunargjald fyrir hana á
meðan bráðbirgðatenging er notuð.
8. gr.
Mælaleiga
Þeim sem greiða skulu notkunargjald skv. 7. gr. skulu látnir í té vatnsmælar. Notandi skal sjá fyrir aðstöðu fyrir mæli. Vatnsveita er eigandi mælanna og skal greidd fyrir þá ársleiga sem hér segir:
| Stærð mælis | Mælaleiga á ári (miðað við desember 2024) |
|---|---|
| að 20 mm | 7.962 kr. |
| 20 - 24 mm | 10.611 kr. |
| 25 - 31 mm | 13.269 kr. |
| 32 - 39 mm | 15.919 kr. |
| 40 - 49 mm | 21.230 kr. |
| 50 - 74 mm | 63.686 kr. |
| 75 - 99 mm | 68.992 kr. |
| 100 mm og stærri | 74.297 kr. |
9. gr.
Gjalddagar
a) Heimæðargjald: Gjalddagi heimæðargjalds vatnsveitu miðast við útgáfu byggingarleyfis. Í þeim
tilvikum er lóðarhafi, með samþykki skipulagsnefndar, nýtir lóð undir annað en byggingu miðast
gjalddagi heimæðargjalds við tengingu heimæðar.
Gjöldin skulu greidd eða um þau samið innan 20 daga frá gjalddaga.
b) Vatnsgjald: Gjalddagar vatnsgjalds skulu vera þeir sömu og bæjarstjórn ákveður fyrir fasteignaskatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu fasteignaskatts.
c) Notkunargjald: Gjalddagar notkunargjalds eru á þriggja mánaða fresti.
Eindagi er 20 dögum eftir gjalddaga.
d) Mælaleiga: Gjalddagi leigugjalds fyrir mæli er á þriggja mánaða fresti. Eindagi er 20 dögum eftir
gjalddaga.
e) Bráðabirgðagjald: Gjalddagar notkunar á bráðabirgðamæli eru mánaðarlega. Eindagi er 20 dögum eftir gjalddaga.
10. gr.
Innheimta o.fl.
Gjöldin njóta lögveðsréttar í lóð og mannvirkjum í næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.
Heimilt er að loka fyrir heimæðar hjá þeim sem vanrækja að greiða notkunargjald að undangenginni skriflegri aðvörun.
Notkunargjald og leigugjald fyrir mæli, ásamt áföllnum kostnaði og vöxtum er heimilt að taka fjárnámi.
| Innheimtugjald1 | 2.027 kr. |
| Nýr mælir2 | 30.703 kr. |
| Lokunargjald/opnunargjald3 | 13.436 kr. |
| Opnunargjald utan dagvinnutíma | 26.519 kr. |
| Aðstaða ekki fullnægjandi/endurkomugjald4 | 21.742 kr. |
| Breyting/færsla á inntaki, lágmarksgjald5 | 109.765 kr. |
| Lokunargjald ef grafa þarf niður að heimæð6 | 428.514 kr. |
- Innheimtugjald er lagt á þá sem fá send lokunarbréf í pósthólf sitt á island.is vegna vanskila notkunargjalda.
- Gjald ef mælir hefur orðið fyrir skemmdum og setja þarf upp nýjan. Verð miðast við 15 mm mæli.
- Heimilt er að loka fyrir heimæðar hjá þeim sem vanrækja að greiða notkunargjald að undangenginni skriflegri aðvörun.
- Séu starfsmenn veitunnar kallaðir til að leggja
heimtaug og aðstaða uppfyllir ekki tæknilega tengiskilmála vatnsveitna frá 2010
og starfsmenn þurfa frá að hverfa, hlýst af því kostnaður.
- Gjaldfært í samræmi við raunkostnað en að lágmarki 105.148 kr.
- Gjald fyrir innheimtuaðgerð þar sem nauðsynlegt er að grafa niður á heimæð.
11. gr.
Gildistaka
Gjaldskrá þessi, sem öðlast þegar gildi, er samin og samþykkt af bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar með heimild í 10. gr. laga nr. 32/2004 um vatnsveitur sveitarfélaga, 11. gr. reglugerðar um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005 og III. kafla vatnalaga nr. 15/1923.
Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá vatnsveitu í Sveitarfélaginu Árborg nr. 1766/2024.
Samþykkt í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar, 3. desember 2025.
Bragi Bjarnason bæjarstjóri.
__________
B-deild - Útgáfudagur: 20. janúar 2026