Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Elja virkniráðgjöf

Elja virkniráðgjöf er nýtt verkefni sem miðar að því að styðja ungmenni á aldrinum 16 - 29 ára við að móta framtíðarsýn og setja sér markmið.

Virkniráðgjöf er gerð til að passa uppá að öll ungmenni fái þann stuðning sem þau þurfa til að geta vaxið, orðið sjálfstæð og náð að aðlagast félagslega. Ráðgjöfin snýr einnig að því að styðja við almenna vellíðan ungmenna í samfélaginu.

Elja-banner

Tilgangur og markmið

Megin tilgangurinn er að ná til ungs fólks sem þarf á stuðningnum að halda og veita þeim aðgengi að viðeigandi þjónustu og öðrum stuðningi sem stuðlar að vexti þeirra, sjálfstæði, félagslegri þátttöku og lífsfærni ásamt því að bæta aðgengi þeirra að námi og vinnu. En meginmarkmiðið er að valdefla ungmennin svo þau eigi auðveldara með að standa á eigin fótum.

Nánar | Elja virkniráðgjöf

Til að sækja um þjónustu hjá Elju virkniráðgjöf eða fá frekari upplýsingar er hægt að hafa samband gegnum síma eða senda tölvupóst. Ef aðili eða fjölskyldur eru í þjónustu hjá barna- eða fullorðinsteymi velferðarþjónustu Árborgar getur ráðgjafi sent inn beiðni sé þess óskað. Skólafélagsráðgjafi ásamt náms- og starfsráðgjöfum Fjölbrautarskóla Suðurlands geta einnig sent inn beiðni fyrir hönd einstaklinga. Sama á við um geðheilsuteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Tölvupóstur: elja@arborg.is
Símanúmer: 480 1900


Þetta vefsvæði byggir á Eplica