Frístundastyrkur

Sveitarfélagið Árborg veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 5 - 17 ára, með lögheimili í Árborg, frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi. Árið 2021 er styrkurinn 45.000 krónur á hvert barn.

Hagnýtt

Heimilt er að ráðstafa frístundastyrknum hvenær sem er á árinu (til 31.desember) óháð fjölda greina/námskeiða. Markmið og tilgangur Frístundastyksins er að öll börn í Árborg, 5 - 17 ára, geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum.

Öll ráðstöfun frístundastyrkja hjá Sveitarfélaginu Árborg er áfram rafræn í gegnum Mín Árborg, Heimasíðu Árborgar hjá Nóra eða beint hjá viðkomandi frístundafélagi ef það hefur skráningarsíðu í gegnum Nóra.

Þetta kerfi sem unnið er í samstarfið við skráningarkerfið Nóra virkar því þannig að foreldrar geta nýtt frístundastyrkinn strax við skráningu barns í viðurkennda frístund.

Starfsmenn í þjónustuveri Árborgar aðstoða eins og kostur er með upplýsingagjöf en einnig er hægt að senda tölvupóst á fristundastyrkur@arborg.is


Aðeins er hægt að nýta frístundastyrkinn hjá þeim félögum/fyrirtækjum sem eru aðilar að Frístundastyrkjakerfi Árborgar. Meginskilyrði þeirra aðila sem gerast aðilar að Frístundastyrk Árborgar er að starfsemin sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna og fari fram undir stjórn/leiðsögn menntaðs fagaðila á sviði íþrótta og frístunda.

Ekki er heimilt að flytja styrkinn á milli ára.

Íþrótta- og frístundafélög utan Sveitarfélagsins Árborgar

Skráning á námskeið þarf að fara fram hjá viðkomandi félagi/fyrirtæki þar sem barnið stundar sitt frístundastarf. Athugið að ekki er hægt að ganga frá skráningu og greiðslu á öllum námskeiðum í gegnum Mín Árborg en þau félög sem eru ekki í Mín Árborg eru með eigin skráningarsíðu sem hægt er að fara beint inn á og ganga frá skráningu og greiðslu. Líkt og t.d. hjá félögum eins og Gerplu, Fylki o.fl. sem eru utan Árborgar.

  • Börn sem stunda frístundir utan Árborgar geta því nýtt sér frístundastyrkinn ef viðkomandi félag er samþykkt í frístundakerfi Árborgar
  • Hægt er að kaupa World Class kort í gegnum frístundakerfið og er það gert í gegnum skráningarkerfi World Class . Nánari upplýsingar hægt að fá í gegnum tölvupóst, arny@worldclass.is.
Sé íþrótta- og/eða frístundafélag ekki með skráningarkerfið Nóra er hægt að senda kvittun á fristundastyrkur@arborg.is og óska eftir endurgreiðslu frístundastyrks. 
  • Ef einhver óvissa er um hvort hægt sé að nýta frístundastyrkinn skal hafa samband við Jónínu Ástu Ölversdóttur eða Braga Bjarnason í síma 480 1900 eða fristundastyrkur@arborg.is

Sértækur frístundastyrkur ríkistjórnar haustið 2021

Búið er að opna fyrir sérstakan frístundastyrk frá ríkistjórn Íslands en hann bætist sjálfvirkt við þá upphæð sem sveitarfélagið veitir í almennan frístundastyrk. Sveitarfélagið Árborg veitir 45.000 í frístundastyrk og umsækjandi á rétt á sérstökum styrk (25.000 kr.) þá kemur fram ein upphæð að kr.70.000-  sem fólk fær þá til ráðstöfunar.

Skráningarferlið: Þegar forsjáraðili skráir barn á námskeið í Nóra/Sportabler (eða öðru skráningarkerfi tengdu Hvata) er spurt í skráningarferlinu hvort það sé vilji til að nýta frístundastyrk. Ef forsjáraðili svarar þeirri spurningu játandi þá spyr forritið Hvata viðkomandi sveitarfélags um rétt til styrks og samhliða er send fyrirspurn til RSK um rétt til sérstaks frístundastyrks. Samtalan af báðum styrkjum birtist þá í Nóra/Sportabler (eða öðru skráningarkerfi tengdu Hvata). Þegar upphæð styrks liggur fyrir getur forsjáraðili valið að nýta styrkinn til að greiða viðeigandi íþrótt/námskeið. 

Ef forsjáraðili fær ekki upp viðbótarstyrkinn en telur sig eiga rétt á honum þá er hægt að skoða staðgreiðsluskrána sína hér undir: https://thjonustusidur.rsk.is/vefur/Stadgreidsla/Yfirlit
Ef forsjáraðili er ennþá ósáttur við niðurstöðuna eftir það, þá er hægt að hafa samband við félagsþjónustu Árborgar,  þar sem hver mál er skoðað sérstaklega. 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica