Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Frístundastyrkur

Sveitarfélagið Árborg veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 5 - 17 ára, með lögheimili í Árborg, frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi. Árið 2023 er styrkurinn 45.000 krónur á hvert barn.

Hagnýtt

Heimilt er að ráðstafa frístundastyrknum hvenær sem er á árinu (til 31.desember) óháð fjölda greina/námskeiða. Markmið og tilgangur Frístundastyksins er að öll börn í Árborg, 5 - 17 ára, geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum.

Öll ráðstöfun frístundastyrkja hjá Sveitarfélaginu Árborg er áfram rafræn í gegnum Sportabler.is  eða beint hjá viðkomandi frístundafélagi ef það hefur skráningarsíðu í gegnum Sportabler.

Þetta kerfi sem unnið er í samstarfið við skráningarkerfi Sportabler virkar því þannig að foreldrar geta nýtt frístundastyrkinn strax við skráningu barns í viðurkennda frístund. 

Starfsmenn í þjónustuveri Árborgar aðstoða eins og kostur er með upplýsingagjöf en einnig er hægt að senda tölvupóst á fristundastyrkur@arborg.is


Aðeins er hægt að nýta frístundastyrkinn hjá þeim félögum/fyrirtækjum sem eru aðilar að Frístundastyrkjakerfi Árborgar. Meginskilyrði þeirra aðila sem gerast aðilar að Frístundastyrk Árborgar er að starfsemin sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna og fari fram undir stjórn/leiðsögn menntaðs fagaðila á sviði íþrótta og frístunda.

Ekki er heimilt að flytja styrkinn á milli ára.

Íþrótta- og frístundafélög utan Sveitarfélagsins Árborgar

Skráning á námskeið þarf að fara fram hjá viðkomandi félagi/fyrirtæki þar sem barnið stundar sitt frístundastarf. Athugið að ekki er hægt að ganga frá skráningu og greiðslu á öllum námskeiðum í gegnum Sportabler en þau félög geta verið með eigin skráningarsíðu sem hægt er að fara beint inn á og ganga frá skráningu og greiðslu. 

  • Börn sem stunda frístundir utan Árborgar geta því nýtt sér frístundastyrkinn ef viðkomandi félag er samþykkt í frístundakerfi Árborgar
  • Hægt er að kaupa World Class kort í gegnum frístundakerfið og er það gert í gegnum skráningarkerfi World Class . Nánari upplýsingar hægt að fá í gegnum tölvupóst, arny@worldclass.is.
Sé íþrótta- og/eða frístundafélag ekki með skráningarkerfið Sportabler er hægt að senda kvittun á fristundastyrkur@arborg.is og óska eftir endurgreiðslu frístundastyrks. 
  • Ef einhver óvissa er um hvort hægt sé að nýta frístundastyrkinn skal hafa samband við Ellen Mjöll Hlíðberg eða Gunnar Eystein Sigurbjörnsson í síma 480 1900 eða fristundastyrkur@arborg.is



Þetta vefsvæði byggir á Eplica