Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Frístundaklúbburinn Kletturinn

  • Félagsmiðstöðin Zelsiuz

Sími: 480 1970

Forstöðumaður: Alexander Freyr Olgeirsson |  alexander.freyr@arborg.is
Félagsmiðstöðin Zelsíuz, Austurvegi 2A | Selfoss

Frístundaklúbburinn hóf starfsemi þann 4.október 2021. Klúbburinn er ætlaður fyrir grunnskólanemendur í 5.-10. bekk sem eru með fjölþættan vanda. 

Opið alla virka daga kl. 13:00 - 16:00

Opið er á skipulagsdögum skóla frá kl. 8:00 - 16:00. Lokað er í haust- og vetrarfríi.

Hlutverk nýja frístundaklúbbsins er að bjóða börnum og unglingum á aldrinum 10- 16 ára uppá frístundastarf sem hefur forvarnar-, uppeldis og menntunargildi og tekur mið af aldri
þeirra og þroska. Boðið er uppá aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi undir handleiðslu starfsmanna.

Áhersla er lögð á að virkja börn og unglinga til virkarþátttöku og framkvæmda í starfinu, einkum þau sem þurfa sérstaka hvatningu og stuðning
vegna félagslegra aðstæðna.

Meginmarkmið frístundaklúbbsins er að ná til nemenda á mið- og unglingastigi grunnskólanna sem þurfa á sértækum stuðningi að halda tækifæri á að stunda skapandi og þroskandi
félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli. Leitast er við að mæta hverjum einstakling á hans forsendum og veita honum tækifæri til að njóta sín í félagsstarfinu.
Frístundaklúbburinn er vettvangur þar sem börn og unglingar fá tækifæri til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum.

Starfið einkennist af gagnkvæmri virðingu, jákvæðum samskiptum og ungmennalýðræði.

 Heimsóknir
Foreldrar eru ávallt velkomnir í frístundaklúbbinn.

Viðtalstímar

Foreldrar geta óskað eftir viðtalstíma hjá forstöðumanni.

Mætingar

Mikilvægt er að afboða komu þátttakenda vegna veikinda eða annarra forfalla milli kl. 12:00 - 13:00 í síma 480 1690 | 841 5905 eða elly.t@arborg.is

Útivera

Nauðsynlegt er að þátttakendur séu klæddir eftir veðri.

Matarmál

Ætlast er til að þátttakendur hafi borðað hádegismat þegar þeir koma.

Boðið er uppá kaffitíma um kl. 14:30. Að lokinni síðdegishressingu ganga börnin frá eftir sig og aðstoða við annan frágang.

Reglur

Við hjálpumst að. Sýnum hvort öðru virðingu og umburðarlyndi. Við bjóðum öðrum með okkur í verkefni. Við tölum saman ef eitthvað er að.

Kostnaður

Hægt er að fá upplýsingar um gjaldskrá hjá forstöðumanni.

Umsóknir

Sótt er um í Frístundaklúbburinn Kletturinn gegnum Völu www.vala.is - Frístundaklúbbur 10-16 ára.  


Þetta vefsvæði byggir á Eplica