Frístundaklúbburinn Kópurinn
Sími: 480 1970
Netfang: alexander.freyr@arborg.is
Félagsmiðstöðin Zelsíuz, Austurvegur 2b | Selfoss
Frístundaklúbburinn hóf starfsemi þann 14. október 2019 í Selinu en er nú kominn í nýtt húsnæði í Félagsmiðstöðinni Zelsíuz. Klúbburinn er ætlaður nemendum á sérnámsbraut Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Opið alla virka daga kl. 12:45 - 16:15
Opið er á skipulagsdögum skóla frá kl. 8:00 - 16:15. Lokað er í vetrarfríi. Opið er frá kl 8:00 - 16:15 í þrjár vikur í desember og tvær vikur í maí. Einnig er opið í páskafríi.
Markmið frístundaklúbbsins er að efla félagslegan þroska þátttakenda og stuðla að virkni ungmenna í frístundum. Notendum er mætt þar sem þeir eru staddir og þeim veitt þjónusta við hæfi. Notast er við einstaklingsmiðaða þjónustu þar sem reynt er að vinna með styrkleika hvers og eins. Megináhersla er lögð á að skapa vettvang þar sem ungmenni geta hist og tekið þátt í öflugu frístundastarfi á jafningjagrundvelli og upplifi öryggi og vellíðan. Einnig er leitast við að byggja upp jákvæða sjálfsmynd og sjálfsöryggi þátttakenda sem og stuðla að virkni og þátttöku þeirra í sínum eigin frítíma.
Heimsóknir
Foreldrar eru ávallt velkomnir í frístundaklúbbinn.
Viðtalstímar
Foreldrar geta óskað eftir viðtalstíma hjá umsjónarmanni.
Mætingar
Mikilvægt er að afboða komu þátttakenda vegna veikinda eða annarra forfalla milli kl. 12:00 - 13:00 í síma 480 1970 eða alexander.freyr@arborg.is
Útivera
Nauðsynlegt er að þátttakendur séu klæddir eftir veðri.
Matarmál
Ætlast er til að þátttakendur hafi borðað hádegismat þegar þeir koma. Þátttakendur koma með sitt eigið nesti.
Reglur
Við hjálpumst að. Sýnum hvort öðru virðingu og umburðarlyndi. Við bjóðum öðrum með okkur í verkefni. Við tölum saman ef eitthvað er að.
Kostnaður
Hægt er að fá upplýsingar um gjaldskrá hjá umsjónarmanni.