Frístundaklúbburinn Kotið
Frístundaklúbburinn hóf starfsemi þann 1. september 2011. Klúbburinn er ætlaður fyrir grunnskólanemendur í 5.-10. bekk sem eru með fatlanir.
Opið alla virka daga kl. 12:00 - 16:30Opið er á skipulagsdögum skóla frá kl. 8:00 - 16:30. Lokað er í vetrarfríi
Megin markmið með frístundaklúbbnum er að efla og styrkja félagsleg tengsl og er það gert á meðal jafningja. Markmið frístundaklúbbsins er að efla félagslegan þroska þátttakenda og stuðla að alhliða þroska og heilbrigði. Að hafa góða samvinnu milli starfsfólks og foreldra. Að mæta þátttakendum á þeirra grundvelli og veita þeim þjónustu við hæfi.
Heimsóknir
Foreldrar eru ávallt velkomnir í frístundaklúbbinn
Viðtalstímar
Foreldrar geta óskað eftir viðtalstíma hjá forstöðumanni
Mætingar
Mikilvægt er að afboða komu þátttakenda vegna veikinda eða annarra forfalla milli kl. 12:00 - 13:00 í síma 480 6363 eða eirikurs@arborg.is
Útivera
Nauðsynlegt er að þátttakendur séu klæddir eftir veðri
Matarmál
Ætlast er til að þátttakendur hafi borðað hádegismat þegar þeir koma
Hjá 5.–7. bekk er kaffitími kl. 14:30. Þátttakendur koma með sitt eigið nesti. Að lokinni síðdegishressingu ganga börnin frá eftir sig og aðstoða við annan frágang
Reglur
Við hjálpumst að. Við notum inni-röddina. Við sýnum kurteisi. Við bjóðum öðrum með okkur í verkefni. Við tölum saman ef eitthvað er að
Kostnaður
Hægt er að fá upplýsingar um gjaldskrá hjá forstöðumanni