Áætlaðar framkvæmdir | Þjórsár- og Tungnársvæði
Kynning fyrir ferðaþjónustuaðila á Þjórsár- og Tungnársvæðinu um áætlaðar framkvæmdir Landsvirkjunar í sumar.
Föstudaginn 7.júní klukkan 13:00 býður Landsvirkjun upp á fjarfund fyrir ferðaþjónustuaðila
Markmið fundarins er að fræða og upplýsa ferðaþjónustuaðila sem fara um og nýta Þjórsár-, Tungnársvæðið um starfsemi Landsvirkjunar á svæðinu og þær framkvæmdir sem áætlaðar eru í sumar.
Starfsemi Landsvirkjunar á svæðinu kynnt og farið verður yfir helstu öryggisatriði sem hafa þarf í huga þegar farið er um svæðið. Þá verður sagt frá helstu framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á svæðinu í sumar og hvernig þær gætu haft áhrif á umferð ferðafólks um svæðið.
Einnig verður opið fyrir spurningar.
Við hvetjum öll þau sem fara um svæðið til að koma á fundinn og fá upplýsingar sem gætu nýst þeim.
Guðmundur Finnbogason, verkefnastjóri Landsvirkjunar stýrir fundinum.
Hver eiga erindi á fundinn?
Aðilar með jeppaferðir, útsýnisferðir, hestaferðir, gönguferðir, hjólaferðir og annars konar afþreyingu á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, sem og upplýsingamiðstöðvar og gististaði sem vilja geta upplýst sína gesti um svæðið.