Afmarkanir vegna framkvæmda
Sveitarfélagið hefur veitt afnotaleyfi vegna vinnusvæðis innan lóða Tryggvagötu 13 og 15, bílastæði við Sundhöll Selfoss vegna framkvæmda við stækkun húsnæðis World Class.
Leyfishafi sér um að útvega hluta þeirra bílastæða sem verða undir framkvæmdarsvæði á lóð Landsbankans við Austurveg 20 baklóð og verða þau aðgengileg gestum Sundhallar og World Class innan tíðar.
Beðist er velvirðingar á því ónæði sem kann að skapast vegna framkvæmdanna.
Áætlað er að framkvæmdum ljúki í febrúar 2024.