Atvinnubrú | Vettvangur milli nemenda og atvinnurekenda
Verkefnið atvinnubrú snýr að því að efla og styrkja háskólasamfélagið á Suðurlandi með því að skapa vettvang fyrir samstarf milli háskólanemenda, atvinnurekenda og samfélagsins á Suðurlandi.
Tilgangurinn með þessum vettvangi er að auka samtal milli nemenda og atvinnurekenda og styðja við og opna fyrir tækifæri til vaxtar.
Með því skapast tækifæri til þess að styrkja starfsemi atvinnulífs og fjölbreytni í sunnlensku samfélagi.
Horft er til samstarfs þvert á greinar og er lögð sérstök áhersla á stuðning við háskólanemendur með rannsóknarverkefni og/eða í leit að rannsóknarefni með sunnlenska skírskotun.