Bréfpokar í stað maíspoka fyrir matarleifar
Breyting hefur verið gerð á söfnun á matarleifum við heimili, fyrirtæki og stofnanir og má nú ekki lengur nota maíspoka undir matarleifarnar. Eingöngu má nota bréfpoka.
Breytingin tók gildi um áramót og eftir að lífrænar tunnur hafa verið losaðar í byrjun árs verða lífrænar tunnur sem innihalda maispoka ekki losaðar framvegis.
Ástæða breytinganna er sú að matarleifar frá þessum svæðum fara nú í gas-og jarðgerðarstöðina GAJA og brotna bréfpokarnir betur niður og festast síður í vélbúnaðinum sem þar er.
Pokar og körfur eru til afhendingar á fimm stöðum í Árborg á meðan birgðir endast
- Anddyri Bókasafns Árborgar, Selfossi, Austurvegi 2
- Þjónustumiðstöð/Selfossveitur, Austurvegi 67
- Gámasvæðið Víkurheiði 4
- Bakkinn, Eyrarbakka
- Skálinn, Stokkseyri