Fagurgerði - Grænuvellir og Miðbær Selfoss | Deiliskipulagsbreyting
Samkvæmt 3. mgr. 41. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst niðurstaða Bæjarstjórnar Árborgar, vegna breytinga á deiliskipulagi íbúðabyggðar við Fagurgerði – Grænuvelli og Miðbæjarins á Selfossi
Fagurgerði - Grænuvellir | Deiliskipulagsbreyting
Bókun Bæjarstjórnar Árborgar 21.6.2023:
Mál frá fundi skipulagsnefndar 14.6.2023,
Breytingin deiliskipulags snýr að því að lóðinni Fagurgerði 5 er skipt upp í tvær lóðir. Byggingarheimildir á deiliskipulagssvæðinu eru yfirfarnar og breytt að hluta til. Gerð er breyting á greinargerð og uppdrætti.
Gildandi deiliskipulag fyrir Grænuvelli og nágrenni var staðfest með auglýsingu í B deild Stjórnartíðinda í apríl 2020. Breytt deiliskipulag er í samræmi við Aðalskipulag Árborgar 2020 - 2036, en þar er svæðið skilgreint sem íbúðarbyggð ÍB18 og miðsvæði M4. Skipulagssvæðið er um 3,2ha að stærð.
Byggt hefur verið á flestum lóðum á því svæði sem deiliskipulag Grænuvalla nær yfir. Íbúðir eru á 1 eða 2 hæðum og hús á miðsvæði á 1 - 3 hæðum. Íbúðir eru að hluta til á efri hæðum bygginga á miðsvæði.
Tillagan var auglýst frá 29. mars í Fréttablaðinu, Dagskránni og Lögbirtingarblaði, með athugasemdafresti til 10. maí 2023.
Borist hafa athugasemdir frá 4 aðilum, Róberti Sigurjónssyni, Jóni Sigurðssyni, Jórunni Helenu Jónsdóttir, og Jóni Gíslasyni.
Skipulagsnefnd samþykkti deiliskipulagsbreytingu á fundi sínum þann 14. júní sl. í samræmi við 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna og feli skipulagsfulltrúa að senda tillöguna Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. sömu laga. Nefndin samþykkir uppsetta tillögu að viðbrögðum við athugasemdum í meðfylgjandi skjali, og felur skipulagsfulltrúa að svara þeim sem gerðu athugasemdir með viðbrögðum nefndarinnar.
Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls.
Helstu atriði athugasemda:
Nýtingarhlutfall lóða almennt og nýtingarhlutfall lóðarinnar Fagurgerði 7.
Ekki verði hreyft við nýtingarhlutfalli almennt og verður nýtingarhlutfall 0,45 á lóðinni Fagurgerði 7.
Hvort aðkoma að Fagurgerði 7, verði frá Grænuvöllum eða Fagurgerði.
Bæjarstjórn Árborgar telur heppilegra að aðkoma að lóðinni Fagurgerði 7, verði frá Grænuvöllum og væntir þess að gögn verði uppfærð þannig, að sýnd verði aðkoma frá Grænuvöllum.
Ásýnd og samræming við heildaryfirbragð byggðar.
Bæjarstjórn Árborgar bendir á, vegna þeirra sem hafa áhyggjur af ásýnd og heildaryfirbragði byggðar, að tillagan gerir ráð fyrir ákveðinni hæð húsa, fjölda íbúða og að reynt sé að tryggja að heildaryfirbragð byggðarinar haldi sér sem mest má vera.
Hins vegar, með þéttingu byggðar megi búast við að nýtt hús í þegar byggðu hverfi beri hugsanlega einhver frávik frá þeim húsum sem fyrir eru.
Snjósöfnun og snjómokstur.
Bæjarstjórn tekur undir að í hverfinu er götur fremur þröngar og því erfiðari þegar kemur að sjómokstri og snjósöfnun. Þess vegna er mikilvægt að bílastæði og bílar almennt séu geymdir inni á bílastæðum lóða hvers og eins, þannig að snjóruðningstæki eigi greiðari aðgang við snjómokstur.
Bæjarstjórn samþykkir uppsetta tillögu að viðbrögðum við athugasemdum í meðfylgjandi skjali, og felur skipulagsfulltrúa að svara þeim sem gerðu athugasemdir með viðbrögðum skipulagsnefndar, auk viðbragða Bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn Árborgar samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa að senda tillöguna Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. sömu laga, og auglýsa niðurstöðu Bæjarstjórnar.
Virðingarfyllst,
Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi