Gjafatré fyrir Jólin 2023
Sveitarfélagið Árborg óskar eftir grenitrjám úr heimagörðum sem íbúar þurfa að losa sig við og gætu nýst sem torgtré.
Þjónustumiðstöð Árborgar kemur á staðinn og metur hvort trén eru nothæf og verða þau þá fjarlægð viðkomandi að kostnaðarlausu.
Vinsamlegast sendið póst á thjonustumidstod@arborg.is eða hafið samband við skrifstofu Mannvirkja- og umhverfissviðs Sveitarfélags Árborgar í síma 480 1900
Sveitarfélagið Árborg