Grenndargámastöðin á Eyrarbakka | Ný staðsetning
Tillaga að nýrri staðsetning grenndargámastöðvar á Eyrarbakka er vestan megin við Barnaskólann, við Háeyrarvelli 56.
Sveitarfélagið Árborg hefur fest kaup á nýjum grenndargámastöðvum sem staðsettar verða á Eyrarbakka
Tillaga sveitarfélagsins að staðsetningu við Barnaskólann á Eyrarbakka er miðuðu við að tryggja gott aðgengi eins og er við aðrar grenndarstöðvar.
Staðsetningin er til kynningar í eina viku og er hægt er að senda ábendingar og/eða athugasemdir vegna staðsetningar grenndarstöðvarinnar á netfangið: thjonustumidstod@arborg.is
Hér að neðan má sjá teikningar af staðsetningu við Barnaskólann, merkt með grænu og ásýndarmyndir grenndargáma.
