Heitur matur fyrir eldri borgara
Sveitarfélagið Árborg mun hefja að bera fram heitan mat í þjónustumiðstöðinni Mörkinni fyrir eldri borgara sem geta ekki útbúið heita máltíð á heimilum sínum.
Maturinn er í boði alla virka daga og er niðurgreiddur af sveitarfélaginu Árborg. Þjónustan mun hefjast 2. maí og skráning verður í gegnum þjónustuver Árborgar í síma 480 1900 eða í netfangið matur@arborg.is.
Skráning í mat þarf að berast í síðasta lagi fyrir hádegi sólarhringi áður. Hægt verður að afbóka mat fyrir klukkan 10:00 samdægurs.
Maturinn er frá klukkan 11:30 til 12:30.