Íbúafundur | Framkvæmdir við Rauðholt
Haldinn verður íbúafundur vegna framkvæmda við endurnýjun lagna í Rauðholti.
Til stendur að ráðast í endurgerð á lögnum í Rauðholti á milli Hrísholts og yfir gatnamót að Víðivöllum
Skipta á út fráveitu-, vatnsveitu-, hitaveitu- og rafmagnslögnum. Fráveitunni verður skipt upp í regnvatn og skólp í þessari framkvæmd.
Verkið er í útboðsferli og verður útboð opnað þann 19. apríl, áætlað er að verk gæti hafist 2. maí.
Loka þarf Rauðholti tímabundið á meðan frakvæmdum stendur. Verkinu verður áfangaskipt svo að lokað verður minni svæðum í einu.
Öllum framkvæmdum fylgja einhver óþægindi og biðjumst við velvirðingar á því, við gerum okkar besta í að ljúka framkvæmdum eins hratt og kostur er.
Íbúafundur verður haldinn í Grænumörk 5, fimmtudaginn 11. apríl nk. frá kl. 9:30 - 11:00
Á fundinum verða Bárður Árnason hjá Eflu verkfræðistofu, Jóhann Ágústsson eftirlitsmaður, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi og Hákon Þorvaldsson verkefnastjóri.
Með kveðju
Mannvirkja- og umhverfissvið