Iðjuþjálfi/sjúkraþjálfari/íþróttafræðingur óskast í Árborg
Fjölskyldusvið Árborgar auglýsir stöðu iðjuþjálfa/sjúkraþjálfara/íþróttafræðings í félagslegri stuðningsþjónustu laust til umsóknar.
Spennandi framþróun er í málaflokknum. Um er að ræða 75% starfshlutfall í dagvinnu, sveigjanlegur vinnutími.
Fjölskyldusvið sinnir fjölbreyttri og þverfaglegri þjónustu við íbúa Árborgar með snemmtækan stuðning að leiðarljósi. Lögð er áhersla á þverfaglegt samstarf og framsækið starf í velferðar-, frístunda- og skólaþjónustu.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1100 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
