Kauptilboð í land | Tjarnarstígur
Sveitarfélagið Árborg leitar eftir kauptilboðum í land við Tjarnarstíg, Stokkseyri.
Landið er um 2,4 ha að stærð, svæðið er í framhaldi af byggðri götu og gert ráð fyrir að gatan verði framlengd.
Sveitarfélagið leitar að áhugasömum aðila til að festa kaupa á umræddu landi, sjá um uppbyggingu innviða og sölu byggingalóða.
Í gildi er deiliskipulag og er gert ráð fyrir framlengingu Tjarnarstígs og 20 nýjum íbúðarlóðum. Á svæðinu er að öðru leyti gert ráð fyrir 4 parhúsum með samtals 8 íbúðum, 3 raðhúsalengjum með samtals 9 íbúðum og 3 einbýlishúsum – byggingarmagn að hámarki 3.879m2
Tilboð í byggingarrétt á lóðinni ásamt umbeðnum fylgigögnum skal skila rafrænt í útboðskerfinu Ajour (tengill er á vef Árborgar) innan auglýsts skilafrest, sem er kl.12:00 föstudaginn 10. janúar 2025. Opnun tilboða verður framkvæmd með rafrænum hætti á útboðsvefnum eftir að skilafrestur er liðinn. Í kjölfar opnunar verður tilboðsgjöfum sent opnunaryfirlit rafrænt.