Markaðskönnun | Leit að húsnæði á Selfossi
Í samtali við markaðsaðila á svæðinu vilja aðilar kortleggja möguleika á framtíðarlausn fyrir húsnæðis þörf þeirra á Selfossi, með það að markmiði að leggja grunn að næsta skrefi í húsnæðisöflun.
Uppbygging skrifstofu-, fræðslu- og stjórnsýsluhúsnæðis á Selfossi, til kaups, leigu eða sambland af hvorutveggja
Þörfin, með sveigjanleika í huga, er á bilinu 3.800 - 4.000 m², og er verið að leita að húsnæði sem getur hýst skrifstofu-, fræðslu- og stjórnsýslustarfsemi.
Samstarfshópurinn að markaðskönnuninni samanstendur af ýmsum aðilum sem hafa gert formlegt samkomulag sín á milli um könnun þessa. Meðal þeirra eru Fræðslunetið, Birta Starfsendurhæfing, skrifstofur stéttarfélaga á svæðinu, VIRK - Starfsendurhæfingasjóður, Háskólafélag Suðurlands, Markaðsstofa Suðurlands og Sveitarfélagið Árborg.
Markaðskönnun er opin öllum áhugasömum aðilum sem telja sig geta uppfyllt óskir viðkomandi aðila. Þeir sem vilja taka þátt skulu senda inn hugmyndir sínar ásamt umbeðnum fylgigögnum rafrænt í útboðskerfinu Ajour.
Skilafrestur er til kl. 13:00 föstudaginn 6. desember 2024. Að skilafresti loknum verður þátttakendum tilkynnt fjöldi innsendinga með rafrænum hætti og upplýstir um næstu skref.