Menntamorgunn ferðaþjónustunnar
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar 23. október kl. 11:00 - 11:45.
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar miðvikudaginn 23.október. Fundurinn verður í beinu streymi á Facebook.
Á fundinum verður rætt um hvaðan okkar erlendu gestir eru að koma og hvernig er best að ná til þeirra með markvissri markaðssetningu.
Góðir gestir flytja erindi:
- Hverjir eru að koma til Íslands? | Daði Guðjónsson, forstöðumaður markaðssviðs Íslandsstofu.
- Gagnadrifin markaðssetning: Hvað skiptir raunverulega máli? | Andreas Örn Aðalsteinsson, yfirmaður stafrænu deildar Sahara
- Uppbygging vörumerkja á samfélagsmiðlum | Birgir Már Daníelsson, markaðsstjóri hjá Hvammsvík
Fundarstjóri, Margrét Björk Björnsdóttir, fagstjóri Áfangastaða- og Markaðsstofu Vesturlands
Menntamorgnar ferðaþjónustunnar eru samstarfsverkefni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, Samtaka ferðaþjónustunnar og Markaðsstofa landshlutanna.