Nýr upplýsinga- og fræðsluvefur fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu
Fyrsta útgáfa vefsins er núna aðgengileg á ensku en til stendur að þýða vefinn yfir á íslensku.
Góð upplýsingagjöf til ferðamanna er gríðarlega mikilvæg, því áreiðanlegar og gagnlegar upplýsingar ýta undir jákvæða og örugga upplifun ferðamanna sem aftur á móti eykur ánægju þeirra.
Til þess að auðvelda framlínustarfsfólki að veita ferðamönnum góðar upplýsingar hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar þróað nýtt verkfæri fyrir stjórnendur og starfsfólk í ferðaþjónustu. Um er að ræða upplýsinga- og fræðsluvefinn goodtoknow.is.
Á vefnum má finna ýmsar upplýsingar um áfangastaðinn Ísland, m.a. um íslensku þjóðina, landafræði, fjölda ferðamanna, áfangastaði ferðamanna og öryggisatriði.
Fyrsta útgáfa vefsins er núna aðgengileg á ensku en til stendur að þýða vefinn yfir á íslensku.
Við hvetjum stjórnendur og starfsfólk í ferðaþjónustu til að kynna sér goodtoknow.is