RAFALL | Útskriftarsýning LHÍ 2023
Lokaverkefni útskriftanemenda í arkitektúr nefnist “Vistþorp” - sjálfbærni í byggðaþróun framtíðarinnar þar sem Kaldaðanes er miðpuntur.
Útskriftarsýning BA nemenda Listaháskóla Íslands í myndlist, hönnun og arkitektúrverður opnar fimmtudaginn 18. maí kl. 14.00 í Hafnarhúsi, Reykjavík.
Skoða má ólíkar útfærslur af lokaverkefni arkítektnemenda og hafa þeir fært sig um set, út af svæðinu, yfir ánna, niður á Eyrarbakka og inn á Selfoss, en flestir nemendurnir eru engu að síður á Kaldaðarnesinu.
Verkefnin eru margvígsleg; allt frá meðferðarstofnunum, kvennaathvarfi og starfsemi sem þeim hefur þótt vanta í samfélagið og svo hafa aðrir verið að rýna í skipulag miðbæjarins og í endurskipulagningu frárennslislausna á Selfossi.
Sýningunni lýkur mánudaginn 29. maí.
Sýningin hefur fengið stórkostlegar móttökur og má nefna viðtal við nemendur og aðstandendur verkefnisins í Ríkisútvarpinu. (Lestin - Samherji iðrast ekki, heimsendir sem hljómar eins og ævintýri, Rafall | RÚV Útvarp (ruv.is).