Til allra verslunar- og þjónustufyrirtækja starfandi í sveitarfélaginu Árborg
Sveitarfélagið Árborg óskar eftir því að áhugasöm verslunar- og þjónustufyrirtæki starfandi í sveitarfélaginu Árborg sendi tilboð í gjafabréf vegna jólagjafa starfsmanna.
Hjá sveitarfélaginu starfa um 1000 starfsmenn á um 35 vinnustöðum. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að velja tvö þeirra tilboða sem berast í verðfyrirspurninni út frá mati sveitarfélagsins á hagkvæmni gjafarinnar fyrir starfsmenn. Starfsmönnum mun gefast kostur á að velja milli þeirra tveggja tilboða sem verða fyrir valinu.
Skilyrði fyrir þátttöku:
- Eingöngu er tekið við tilboðum í innpökkuð gjafabréf
- Skila þarf inn tilboðum fyrir 18. október 2024
- Eingöngu er tekið við tilboðum frá fyrirtækjum sem eru starfandi í Sveitarfélaginu Árborg
Fyrirkomulag:
- Tilboðin má senda á netfangið mannaudsdeild@arborg.is fyrir 18. október 2024
- Sveitarfélagið greiðir 8.000 krónur fyrir hvert gjafabréf
- Þau fyrirtæki sem senda inn tilboð fá upplýsingar um hvort þeirra tilboð hafi verið valið eða ekki þann 25. október
- Fyrirtækin fá staðfestingu á fjölda gjafabréfa sem sveitarfélagið mun kaupa föstudaginn 10. nóvember
- Fyrirtækin skila gjafabréfunum mánudaginn 2. desember í Ráðhús Árborgar
Með fyrirfram þökk, Bragi Bjarnason bæjarstjóri