Umsókn um styrki 2025 | Varmadælur
Auglýst eftir umsóknum um styrki frá Selfossveitum bs. vegna varmadælna.
Selfossveitur bs. áforma að veita styrki til eigenda og íbúa fasteigna með fasta búsetu í Sveitarfélaginu Árborg í því skyni að setja upp varmadælur.
Markmiðið er að draga úr notkun raforku til upphitunar íbúðarhúsnæðis með fasta búsetu (lögheimili) á þeim svæðum sem dreifikerfi hitaveitu Selfossveitna nær ekki til.
Fjárframlag til úthlutunar er í samræmi við fjárhagsáætlun Selfossveitna bs. vegna ársins 2025 eða allt að 800.000 kr. fyrir hvern umsækjanda, íbúðarhúsnæði, sem samþykkt er. Ekki verða veittir fleiri styrkir en fimm ár hvert. Ef heildarfjárhæð umsókna reynist hærri en styrkur til úthlutunar skv. fjárhagsáætlun verður dregið á milli gildra umsókna.
Miðað er við að umsækjandi skili inn til Selfossveitna, Austurvegi 67, undirritaðri umsókn um styrk og geri í umsókninni grein fyrir hvaða framkvæmd stefnt er að, áætluðum orkusparnaði, hvaða áhrif framkvæmdin hefur á umhverfið og áætlaðan kostnað.
Umsóknir skulu berast eigi síðar en 3. janúar 2025
Einungis eru teknar til greina umsóknir sem berast innan tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem reglur Selfossveitna bs. kveða á um.
- Reglur um styrki vegna varmadælna í sveitarfélaginu Árborg
- Samningsform fyrir styrki vegna varmadælna
Nánari upplýsingar og fyrirspurnir má senda á netfangið sigurdur@arborg.is