Baula íþróttahús | útleiga á sal
Íþróttahúsið Baula, á vegum sveitarfélagsins Árborgar, auglýsir laust pláss í íþróttasal til leigu á fimmtudagskvöldum kl. 20:30
Sá hluti sem um ræðir til útleigu er parketlagður íþróttasalur í körfuboltastærð þar sem einnig er hægt að stilla upp þremur til fjórum badmintonvöllum, softballmörkum á ýmsa vegu, blakvelli í fullri stærð, o.fl.
Þess ber að geta að fimleikahluti/stökksalur íþróttahúss fellur ekki undir útleigu, og er nýting á honum ekki heimil.
Einnig er möguleiki á að fá salinn leigðan á miðvikudagskvöldum kl. 21:00, en það gæti falið í sér mögulega samnýtingu á salnum.
Áhugasamir geta haft samband við Sölva Ólafsson, forstöðumann, solvi.olafsson@arborg.is, eða í síma: 857 1244