Vilt þú gerast dagforeldri í Árborg?
Auglýst er eftir einstaklingum sem hafa áhuga á að gerast dagforeldrar í Sveitarfélaginu Árborg.
Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi verktakar og er rekstrarleyfi veitt af Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála að uppfylltum skilyrðum reglugerðar nr. 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum. Sveitarfélagið Árborg hefur umsjón og innra eftirlit með starfsemi dagforeldra .
Við vekjum athygli á að niðurgreiðsla er 70.000 kr. fyrir 8 tíma vistun barns. Jafnframt er dagforeldrum veittur stofnstyrkur að fjárhæð kr. 100.000 miðað við að dagforeldri sé með leyfilegan hámarksfjölda barna í gæslu.
Ef þú hefur áhuga á að gerast dagforeldri í Árborg má finna umsóknareyðublað inni á gev.is, undir mínar síður. Dagforeldrar - gev.is
Nánari upplýsingar veita
Björg Maggý Pétursdóttir, ráðgjafi, bjorgm@arborg.is
Guðný I. Rúnarsdóttir, leikskólaráðgjafi, gir@arborg.is
Sími: 480 1900